Valið hefur verið hvaða frjálsíþróttafólk mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandameistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Uppsala í Svíþjóð sunnudaginn 11. febrúar.
Ísland og Danmörk senda sameiginlegt lið til keppni og eru 11 íslendingar í liðinu.
Hér má sjá lista yfir íslensku keppendurna:
- Tiana Ósk Whitworth ÍR, 60 m
- Ívar Kristinn Jasonarson ÍR, 400 m
- Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH, 400 m
- Þórdís Eva Steinsdóttir FH, 400 m
- Einar Daði Lárusson ÍR, 60 m grind
- Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir UMSS, hástökk
- Kristinn Torfason FH, langstökk
- Irma Gunnarsdóttir Breiðablik, langstökk
- Bjarki Gíslason KFA, stangarstökk
- Hulda Þorsteinsdóttir ÍR, stangarstökk
- Guðni Valur Guðnason ÍR, kúluvarp
Þjálfarar:
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Sigurður Arnar Björnsson
- Mark Johnson
Hér má sjá heimasíðu mótsins.
Hér má sjá keppendalista dansk-íslenska liðsins.
Hér má sjá keppendalista sænska liðsins.
Hér má sjá keppendalista norska liðsins.
Hér má sjá keppendalista finnska liðsins.
Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendinu, nánari upplýsingar um það síðar.
Frjálsíþróttasamband Íslands óskar íslensku keppendunum góðs gengis!