Valfrestur lengdur á Smáþjóðameistaramótið í Liechtenstein

Afreksstjóri FRÍ hefur ásamt Íþrótta- og afreksnefnd ákveðið að lengja frest til að ná lágmörkum á Smáþjóðameistaramótið þar til að loknu JJ móti Ármanns sem fram fer 23 maí.

Áður auglýstur frestur sem var 10 maí fellur því hér með úr gildi.

Hér er heimasíða mótsins; https://www.csse2018.li/

Lágmörkin má finna á heimasíðu FRÍ undir „Afreksmál-Fullorðnir-Erlend mótaþátttaka 2018“

 

Myndin með fréttinni er frá Vetrarkastmóti Evrópu frá í mars á þessu ári. Á myndinni eru Pétur Guðmundsson þjálfari, Thelma Lind Kristjánsdóttir, Örn Davíðsson og Guðni Valur Guðnason