Valdimar Hjalti sjötti eftir fyrri umferð

Í gær hófst keppni í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikum ungmenna í Argentínu. Fyrstur íslensku keppendanna var Valdimar Hjalti Erlendsson sem keppti í kringlukasti.  Hitastig á meðan keppni stóð var 12°C og það var úrhellisrigning.
Valdimar Hjalti átti tvö löng köst í fyrstu tveimur umferðunum sem voru yfir persónulega meti sem er 56,88 metrar en voru því miður ógild. Þriðja kast hans var 50,38 metrar og það fjórða og síðasta varð 54,46 metrar sem er stórgóður árangur.

Keppnin í frjálsum er með nokkuð nýstárlegu sniði. Í fyrri umferðinni fá allir keppendur fjögur köst og eingöngu það besta telur. Það sama á við um seinni umferðina. Samanlögð vegalengd þessarra tveggja lengstu kasta sker úr um röð keppenda.

Valdimar Hjalti varð í sjötta sæti eftir þessa fyrri umferð og verður spennandi að fylgjast með seinni umferðinni sem fer fram sunnudaginn 14. okt. kl. 17.10

Hér má finna öll úrslit í kinglukasti

Á eftir mun Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppa í sleggjukasti.