Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands samþykkti, þriðjudaginn 5. maí 2020, tillögu Afreksstjórnar FRÍ að fyrri úthlutun ársins 2020. Meginhlutverk Afrekssjóðs FRÍ er að búa afreksfólki og afreksefnum í frjálsíþróttum fjárhagslega og faglega umgjörð til að hámarka árangur sinn.
Styrkveitingar skulu hafa það að meginmarkmiði að styðja við afreksfólk og afreksefni vegna undirbúnings og verkefna, jafnt á fjárhagslegan hátt sem og með aðgengi að ráðgjöf og þjónustu sem snýr að umhverfi afreksíþrótta sem skilgreind eru í afreksstefnu og aðgerðaráætlun FRÍ.
Afrekssjóður FRÍ úthlutar nú 8,4 milljónum króna en sjóðurinn byggir á ýmsum tekjum sambandsins, þ.m.t. þeim sem koma í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ.
FRÍ nýtur þess að um er að ræða stóraukið framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ sem gefur sambandinu tækifæri á að styðja enn frekar með beinum hætti við afreksfólkið, bæði með styrkjum vegna landsliðsverkefna og vegna verkefna einstaklinga.
Í stjórn Afrekssjóðs FRÍ eru Afreksstjóri FRÍ og stjórn FRÍ. Að auki er Fagteymi FRÍ hluti af umgjörð sambandsins í afreksmálum og ráðgefandi sé þess óskað.
Á árinu voru fjölmörg stórmót á dagskrá en því miður hefur þeim verið frestað eða aflýst. Engu að síður er kostnaður íþróttamanna töluverður nú þegar og mikilvægt að halda einbeitingu og ná góðum árangri á þeim mótum sem í boði verða og horfa fram veginn.
Eftirtalið frjálsíþróttafólk hlaut að þessu sinni styrk úr Afrekssjóði FRÍ en frekari upplýsingar um Afreksstefnu FRÍ og Afrekssjóð eru á heimasíðunni undir afreksmál.
Afreksfólk FRÍ
- Aníta Hinriksdóttir, ÍR
- Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, Ármann
- Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR
- Guðni Valur Guðnason, ÍR
- Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR
- Hafdís Sigurðardóttir, UFA
- Hilmar Örn Jónsson, FH
- Hlynur Andrésson, ÍR
- Sindri Hrafn Guðmundsson, FH
Afreksefni FRÍ
- Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR
- Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik
- Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR
- Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR
- Eva María Baldursdóttir, HSK/Selfoss
- Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA
- Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR
- Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik
- Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármann
- Tiana Ósk Whitworth, ÍR
- Valdimar Erlendsson, FH
- Þórdís Eva Steinsdóttir, FH