Úrvalshópur FRÍ hefur verið uppfærður með árangri frá innanhússtímabilinu en hátt í 15 íþróttamenn bættust við og eru yfir 80 íþróttamenn í hópnum, hægt er að sjá hópinn hér.
Vegna hertra samkomutakmarkana þurfti að fresta æfingabúðunum en þess í stað verður boðið upp á fjarfyrirlestra fyrir íþróttamenn Úrvalshóps. Það er því mikilvægt að þeir sem eru í Úrvalshópnum sendi netfangið sitt á iris@fri.is svo hægt verði að bjóða þeim á fyrirlestrana.
Fyrsti fjarfyrirlesturinn er „Leiðin til afreka“ með Ásdísi Hjálmsdóttur Annerud og verður hann 13.apríl kl. 19:00.
Við óskum öllum þessum íþróttamönnum til hamingju með árangurinn.
