Úrvalshópur FRÍ

Vegna COVID-19 hefur Unglinganefnd með samþykki Frjálsíþróttasambandsins tekið þá ákvörðun að þeir íþróttamenn sem voru í Úrvalshóp FRÍ 2019-2020 haldast í hópnum 2020-2021. Þessir íþróttamenn haldast inn í hópnum á þeim árangri sem þeir náðu inn í hann en ef þeir náðu árangri í nýrri grein/greinum þá bætist það við. Þá bætast þeir í hópinn sem náðu árangri í sumar og eru fæddir á árunum 2002-2006.

Árangursviðmiðið helst það sama og má sjá það hér. Úrvalshóp FRÍ 2020-2021 má svo sjá hér.

Þar sem enn ríkir mikil óvissa í samfélaginu varðandi samkomutakmarkanir næstu vikur þá stefnum við á að hafa glæsilega æfingabúðir fyrir stærsta Úrvalshóp FRÍ hingað til í vor.

FRÍ og unglinganefnd óskar þessum frábæru íþróttamönnum til hamingju með árangurinn.