Úrslit í gautaborg laugardaginn 3.júlí

 En við áttum fleiri á palli í dag. Hér fyrir neðan er listi yfir þá sem unnu verðlaun í dag;
  • Irma Gunnarsdóttir Breiðablik vann 80m í stelpur 12 ára á tímanum 11,03sek. Hún vann skólaþríþrautina á vegum FRÍ og Iceland Express, fékk þessa ferð í gjöf og er að standa sig mjög vel á þessu móti.
  • Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðablik vann spjót 15 ára stráka með kast uppá 59,40m og fékk hann spjót í verðlaun.
  • Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR vann þrístökk 15 ára stelpna með stökk uppá 11,90m. Þetta er íslandsmet hjá meyjum 15-16 ára. 
  • Stefanía Valdimarsdóttir varð í 3 sæti í langstökki 17 ára stelpna með stökk uppá 5,55m. Hún átti glæsilega stökkseríu og nær öll stökkin um 5 og hálfan meter. Hún varð síðan einnig í 3 sæti í 400m stelpna 17 ára með tímann 57,22sek.  
  • Helga Margrét varð 3 í kúluvarpi kvenna með kast uppá 13,55m. Var aðeins 1cm frá 2 sæti og 13cm frá 1 sætinu.
  • Thelma Lind Kristjánsdóttir varð 2 í b úrslitum 12 ára stelpna í 80m og var sá tími 3 besti í heildina með a úrslitum. En reglurnar segja að ekki sé einungis þeir sem keppa í a úrslitum geti keppt til verðlauna og var því Thelma og sú sem vann b úrslitin ekki á verðlaunapall. Sú sem vann b úrslitin endaði með besta tímann yfir allt en fékk engin verðlaun.
 
Nánari upplýsingar um árangur dagsins má sjá hérna fyrir neðan

FRÍ Author