Keppinautar Anítu eru þessir:
- Corssey Aislinn (1995) frá Írlandi, hefur hlaupið best á 2:06,43 mín. frá írska skólameistaramótinu í Tullamore á Írlandi í síðasta mánuði.
- Vassilyeva Vera (1994) frá Rússlandi er með best skráð 2:05,3 mín. í Kazan í júní á rússneska unglingameistaramótinu.
- Christina Hering frá Þýskalandi á best 2:03,75 mín. á móti í Regensburg í Þýskalandi í sumar. Hún keppti á móti Anítu á Mannheim Junioren Gala í síðasta mánuði og kom í mar þá 2:03,75 mín., sem er hennar næst besti tími.
- Olena Sidorska (1994) frá Ukraníu verður að teljast helsti keppinautur Anítu, bæði eldri og reyndari og á best 2:01,00 mín.
- Katarina Trost frá Þýskalandi á best 2:04,24 frá því á mótinu í Mannheim með Anítu og Christina Herring.
- Sifora Cleirigh-Buttner frá Írlandi á best í ár 2:03,81 frá skólameistaramótinu í Tullamore í síðasta mánuði.
- Christine Gess frá Þýskalandi á best 2:06,62 mín.