Úrslit fyrri dags á NM unglinga í Bergen

Nú er lokið keppni á fyrri degi á Norðurlandameistaramóti unglinga 19 ára og yngri í Bergen.
Átta íslenskir keppendur taka þátt í mótinu í Bergen, en Íris Anna Skúladóttir þurfti að hætta við þátttöku vegna veikinda fyrir tveimur dögum. Engin verðlaun komu í hlut íslensku keppendana í dag, en tvö persónuleg met féllu.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir bætti sinn besta árangur í 400m hlaupi, en hún hljóp á 56,09s og varð í 4.sæti.
Þá bætti Örn Davíðsson sinn besta árangur í kúluvarpi með 6kg kúlu, en hann varpaði kúlunni 16,36m og varð í 6. sæti. Sveinn Elías Elíasson meiddis á tábergi og náði ekki að beita sér í 100m hlaupinu og varð að hætta við að keppa í 400m vegna þessara meiðsla, en hann hafi titil að verja frá sl. ári í 400m hlaupinu.
 
Önnur úrslit hjá íslensku keppendunum í dag:
* Ragheiður Anna Þórsdóttir varð í 5. sæti í kringlukasti með 41,43 metra.
* Valdís Anna Þrastardóttir varð í 5. sæti í spjótkasti með 41,79 metra.
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir varð í 6. sæti í langstökki, stökk 5,45 metra (-0,3 m/s)
* Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð í 8. sæti í 100m hl. á 12,73 sek. (-1,2 m/s).
* Sveinn Elías Elíasson varð í 8. sæti í 100m hl. á 11,23 sek. (-1,2 m/s).
 
Sjá nánar: www.nordicmatch.no

FRÍ Author