Úrslit fyrri dags á MÍ 15-22 ára – Óli Tómas hljóp á 21.81 sek

Ágætur árangur náðist í mörgum greinum á mótinu í dag og ber þar
hæðst árangur Óla Tómasar Freyssonar FH, en hann var aðeins 1/100 úr sek. frá Íslandsmeti karla í 200m hlaupi, en hann hljóp á 21.81 sek. og stórbætti sinn besta árangur í þeirri grein. Íslandsmet
Sveins Elías Elíassonar er 21.80 sek. frá sl. ári. Þetta er næstbesti
árangur frá upphafi í 200m hlaupi karla innanhúss. Óli Tómas sigraði einnig í 60m hlaupi ungkarla á persónulegu met, 6.94 sek., sem er 8/100 úr sek. frá Íslandsmeti Einar Þórs Einarssonar í flokki 21-22 ára. Í því hlaupi urðu Magnús Valgeir Gíslason og Arnór Jónsson í 2-3.sæti, en þeir hlupu báðir á 7.02 sek., sem er persónulegt met hjá Magnúsi Valgeir í þeirri grein.
 
Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni sigraði í þremur greinum í stúlknaflokki í dag, hljóp 60m á 7.91 sek., stökk 5.48m í langstökki og 1.65m í hástökki.
 
Einar Daði Lárusson ÍR sigraði í tveimur greinum í drengjaflokki, hann hljóp 60m á persónulegu meti, 7.19 sek. og stökk 6.70 metra í langstökki.
 
Jón Kristófer Sturluson Breiðabliki sigraði í tveimur greinum í sveinaflokki, stökk 1.83m í hástökki og 5.82m í langstökki.
 
Þorsteinn Ingvarsson HSÞ sigraði einnig í tveimur greinum í ungkarlaflokki, stökk 6.96m í langstökki og varpaði kúlu 12.36m.
 
Hafdís Sigurðardóttir sigraði í tveimur greinum í ungkvennaflokki, stökk 5.60m í langstökki og hljóp 200m á 25.35 sek.
 
Af öðrum árangri má nefna að Örn Davíðsson FH setti persónulegt met í hástökki, en hann sigraði í drengjaflokki, stökk 1.94 metra.
 
Í stigakeppni liða hefur ÍR forystu eftir fyrri dag í heildarstigakeppninni með 134 stig, Breiðablik er í öðru sæti með 114 stig og FH í þriðja sæti með 86 stig.
ÍR leiðir stigakeppni í flokkum ungkvenna, stúlkna og drengja. Breiðablik leiðir stigakeppni í flokkum ungkarla og sveina og FH hefur forystu í flokki meyja.
 
Heildarúrslit frá fyrri degi er hægt að skoða í mótaforritinu hér á síðunni.
 
Keppni síðari dags hefst kl. 9:30 í fyrramálið og stendur til kl. 15:30.

FRÍ Author