Úrslit frá Vormóti Breiðabliks í gær

Vormót Breiðabliks fór fram á Kópavogsvelli í gær og náðist ágætur árangur í nokkrum greinum.
Meðal annars þá hljóp Trausti Stefánsson FH 300m hlaup á 34,95 sek., sem er besti tími hans í þessari vegalengd.
Magnús Valgeir Gíslason og Arnór Jónsson Breiðabliki komu jafnir í mark í 100m hlaupi á 11,16 sek. ( 0,3m/s).
Stefán Guðmundsson Breiðabliki hjóp 2000m hindrunarhlaup á 6:03,25 mín og Aðalheiður María Vigfúsdóttir Breiðabliki kastaði sleggjunni 50,40 metra.
 
Heildarúrslit frá Vormóti Breiðabliks eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.

FRÍ Author