Úrslit frá Gautarborgarleikum, dagur 1

Stefanía Valdimarsdóttur úr Breiðablik varð í 3.sæti í 400m grindahlaupi kvenna á tímanum 61,05sek. Aðeins frá hennar besta. 

Ingvar Hjartarson úr Fjölni náði 10,sæti í 5000m á tímanum 5:10,61mín. Þetta er bæting hjá honum um 15 sek.

Helga Guðný Elíasdóttir  úr Fjölni keppti í 300m hindrun og náði að bæta sinn persónulegan tíma um 5 sek. Hún endaði í 9,sæti á tímanum 11;57;50mín.

Hlín Heiðarsdóttir úr Fjölni hafnaði í 7. sæti í 800 metra í flokki 14 ára stúlkna. Hljóp hún á 2:22,49 sek. Fríða Björk Einarsdóttir, UFA, hafnaði í 9.sæti í kúluvarpi 15 ára stúlkna þegar hún kastaði 3 kg. kúlunni 10,99 metra.

Thea Imani Sturludóttir, FH, varð í 2. sæti í spjótkasti 17 ára stúlkna. Kastaði hún 600 gr. spjótinu 41,73 metra.

 
Raguél Pinó, UFA, hafnaði í 5.sæti í 60 metra grindahlaupi 12 ára pilta þegar hann kom í mark á tímanum 10,26 sekúndum. Þá varð hann í 6.sæti í 600 metra hlaupi 12 ára pilta á tímanum 1:43,38 sekúndum.
 
 
Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR hafnaði í 6. sæti í spjótkasti 17 ára pilta þegar hann kastaði 700 gr.
spjótinu 52,21 metra.
 
Hægt er að sjá öll úrslit föstudagsins hér; http://www.trackandfield.se/resultat/2013/130628.htm

FRÍ Author