Unnur Sigurðardóttir ráðin verkefnastjóri landsliðsmála hjá FRÍ

Unnur Sigurðardóttir var í dag ráðin verkefnastjóri landsliðsmála hjá FRÍ í tímabundið starf til 1. júlí nk.
Helstu verkefni sem Unnur mun sinna á þessum tíma er undirbúningur og stjórn landsliðs Íslands á Smáþjóðarleikunum á Kýpur 1.-6. júní nk. og Evrópubikarkeppni landsliða, 3. deild, 20.-21. júní nk. í Sarajevo.
 
Unnur hefur starfað lengi innan frjálsíþróttahreyfingarinnar, sem keppandi, þjálfari, stjórnarmaður í FRÍ og sem liðsstjóri og fararstjóri í verkefnum landsliðsins m.a. á síðustu Ólympíuleikum sem flokksstjóri FRÍ.
 
FRÍ býður Unni velkomna til starfa fyrir sambandið og óskar henni velfarnaðar í þessum mikilvægu verkefnum.

FRÍ Author