Unglingalandsmót í Borgarnesi

Fimm sóttu um að halda mótið, Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB, Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu, USVS, Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK, Héraðssamband Þingeyinga, HSÞ, og Ungmennafélag Eyjarfjarðar, UFA, Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE, sóttu í sameiningu um að halda mótið, samkvæmt tilkynningu.

Á stjórnarfundi UMFÍ sem haldinn var 5. desember lá fram bréf frá HSH um að mótið færi fram í Grundarfirði og Stykkishólmi. Stjórn UMFÍ féllst ekki á það og var ákveðið að auglýsa eftir nýjum mótshaldara.

Stjórn UMFÍ leitaði til sambandsaðila og þeim gefinn kostur á að taka að sér framkvæmd Unglingalandsmótsins í sumar.

Frétt af mbl.is

 

FRÍ Author