Undirbúningur fyrir RIG gengur vel

Flestir af erlendu keppendunum munu taka þátt í spretthlaupum, einna helst 60m og 200m, en meðal keppenda verður Lena Bentsson frá Svíþjóð, besti tíminn hennar í 60m er 7,26sec og 23,66sec í 200m. Í karlaflokki verður keppnin í 60m hlaupi mjög spennandi, þar sem búast má við harðri keppni milli Fabain Collymore frá Barbados p.b. 6,74sec. og Martin Krabbe frá Danmörku p.b. 6,70sec. Sami hópur og keppti í fyrra, frá Wales, mun einnig veita íslensku keppendunum harða keppni á þessu móti.
Sjónvarpið mun sýna beint frá mótinu og verður samantektarþáttur sýndur á mánudeginum að keppni lokinni. Frekari upplýsingar um mótið verður kynnt eftir Jól.

FRÍ Author