UMSE sigraði stigakeppni á MÍ 11-14 ára

Lið Eyfirðinga, UMSE, hlaut flest stig á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór um sl. helgi á Höfn í Hornafirði, þeir hlutu samtals 486,3 stig. Í öðru sæti var lið ÍR með 446 stig og í þriðja sæti var lið HSK með 377,8 stig.
 
Í flokki 11 ára stráka bar lið Fjölnis úr Grafarvogi sigur úr bítum með 66 stig og hjá 11 ára stelpum var það lið Eyfirðinga sem sigraði með 103,5 stig.
 
Í 12 ára flokki urðu strákarnir úr Breiðablik hlutskarpastir með 99,8 stig, en Eyfirðingar hjá stelpunum með 99,7 stig.
 
Flokk 13 ára pilta sigruðu ÍR-ingar með 104 stigum, en HSK stelpurnar urðu hlutskarpastar í 13 ára flokknum með 112,5 stig.
 
Hjá 14 ára piltum sigraði lið Breiðabliks með 115 stig og ÍR hjá telpum með 173 stig.
 
Alls tóku um 200 keppendur þátt í mótinu frá 15 félögum og héraðssamböndum.
 
Öll úrslit mótsins er að finna á Mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author