Tvöfaldur norðlenskur sigur í sjöþraut karla. Stefanía sigraði í fimmtarþraut kvenna

Ekki skildu nema 63 stig á milli þeirra Stefaníu Valdimarsdóttur Breiðabliki og Fjólu S. Hannesdóttur HSK/Umf. Selfoss í keppni þeirra í fimmtarþraut kvenna á MÍ. Stefanía hlaut 3.537 stig en Fjóla 3.474 stig. Í 3. sæti var síðan Agnes Eva Þórarinsdóttir með 3.211 stig.
 
Bjarki Gíslason UFA hlaut 4.882 stig í þrautinni og var nokkuð öruggur með sigur. Í öðru sæti var félagi hans úr UFA Elvar Örn Sigurðsson, en hann hlaut 4.181 stig. Þriðji varð Sölvi Guðmundsson Breiðabliki með 4.057 stig.
 
Í drengjaflokki sigraði Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki með 4.452 sig, annar varð Örn Dúi Kristjánsson UFA með 4.117 stig og þriðji varð Kristján V. Kristinsson Breiðabliki með 3.972 stig.
 
Í sveinaflokki sigraði Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki með 3.931 stig, annar varð Hafþór Ingi Ragnarsson HSK/Umf. Selfoss með 3.813 stig.
 
Í meyjaflokki bar Arna Stefanía Guðmundsdóttir Breiðabliki sigur úr býtum með 3.200 stig og önnur varð Guðrún Ósk Gestsdóttir UMSS með 2.843 stig.
 
Alls voru 35 keppendur skráðir til leiks á mótinu og luku 26 keppni.
 
Öll úrslit mótsins er hægt að sjá á móta forriti FRÍ sem er að finna hér.

FRÍ Author