Tvö met hjá Hilmari Erni á FH Mótaraðamóti

María Birkisdóttir ÚSÚ sigraði í 1500 m hlaupi á nýju persónulegu meti, 4 mín. 50,31 sek., en hún hljóp best 4:56,44 mín. á síðasta ári. Í 1500 m hlaupi karla sigraði Kristinn Þór Kristinsson HSK á 3:56,89 mín., en í 2. sæti var Ingvar Hjartarsson Fjölni á 4:25,62 mín.
 
Góð þátttaka var í 200 m hlaupi, en þar bar Ívar Kristinn Jasonarson ÍR sigur úr býtum á 22,35 sek, en alls fóru fjórir hlauparar undir 23 sek. sem sýnir góðan styrkleika í greininni, þó þar hafi vantað tvo landsliðsmenn.
 
Önnur úrslit mótsins má sjá hér.

FRÍ Author