Tvö met á Coca Cola móti í gær

Góður árangur var á Coca cola móti FH í gær. Þórdís Eva Steinsdóttir bætti besta árangur í 400 m hlaupi bæði 12 og 13 ára stúlkna, en hún kom í mark á tímanum 60,09 sek. Í öðru sæti var Melkorka Rán Hafliðadóttir á 60,36 sek. Þá setti nýkjörin íþróttakona fatlaðra Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir úr ÍFR nýtt met í sínum flokki (F37) í gær í langstökki en hún stökk 4,09 m.

FRÍ Author