Tvö Íslandsmet í Evrópubikarkeppnini í Tallinn, Ásdís náði Ólympíulágmarki

Þá bætti Íris Anna Skúladóttir Fjölni eigið Íslandsmet í 3000m hindrunarhlaupi í dag um hvorki meira né minna en 32,5 sek., þegar hún hljóp á 10:42,25 mín, en gamla metið var 11:14,73 mín frá 3. júní sl.
Íris Anna náði með þessum árangri lágmarki fyrir Heimsmeistaramót unglinga 19 ára og yngri, sem fram fer í Pólandi í næsta mánuði.
FRÍ óskar Ásdísi og Írisi Önnu, félögum þeirra Ármanni og Fjölni og þjálfara þeirra beggja, Stefáni Jóhannssyni til hamingju með þennan glæsilega árangur í dag.
 
Fyrri keppnisdegi í Evrópubikarkeppnini var að ljúka og hefur íslensku keppendunum gengið vel í dag og
hafa m.a. sigrað í alls fjórum keppnisgreinum í dag.
 
Sigurvegarar í dag, auk Ásdísar í spjótkasti:
Bergur Ingi Pétursson FH sigraði í sleggjukasti með 71,44 metra.
Silja Úlfarsdóttir FH sigraði í 400m grindahlaupi á 58,90 sek.
Þórey Edda Elísdóttir FH sigraði í stangarstökki, stökk 4,20 metra.
Þórey reyndi síðan við 4,40 metra, en felldi þá hæð þrívegis.
 
Önnur úrslit hjá íslensku keppendunum í dag:
 
Karlar:
* Kári Steinn Karlsson, 5000m, 14:26,91 mín (3.sæti).
* Björgvin Víkingsson, 400m grindahlaup, 52,86s (4.sæti).
* Sveinn Elías Elíasson, hástökk, 1.85m (6.sæti).
* Pétur Guðmundsson, kúluvarp, 15,41m (6.sæti).
* Bjarni Malmquist Jónsson, langstökk, 6,91m (7.sæti).
* Sveinn Elías Elíasson, 400m, 49,30s (7.sæti).
* Óli Tómas Freysson, 100m, 10,95s (8.sæti).
* Þorbergur Ingi Jónsson, 1500m, 4:06,10 mín (8.sæti).
* 4x100m boðhlaup: 41,89s (7.sæti). Sveitina skipuðu þeir Bjarni Malmquist, Arnór Jónsson, Magnús Valgeir
Gíslason og Óli Tómas Freysson.
 
Konur:
* Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 3000m, 9:52,29 mín (4.sæti og PB.).
* Ágústa Tryggvadóttir, þrístökk, 11,65m (6.sæti).
* Ragnheiður Anna Þórsdóttir, kringlukast, 37,67m (6.sæti).
* Linda Björk Lárusdóttir, 100m, 12,57s (8.sæti).
* Stefanía Valdimarsdóttir, 400m, 58,27s (8.sæti).
* 4x100m boðhlaup: 48,15s (8.sæti). Sveitina skipuðu þær Linda Björk Lárusdóttir, Hafdís Sigurðardóttir,
Arndís María Einarsdóttir og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir.
 
Kvennalið Íslands er í 6.sæti eftir fyrri dag með 40 stig, þremur stigum fyrir ofan lið Danmerkur og 18 stigum
ofar en lið Luxemborgar. Næstu lið fyrir ofan eru Austurríki með 52 stig og Lettland með 54 stig. Eistland
leiðir eftir fyrri dag með 64 stig og lið Noregs er í öðru sæti með 63 stig.
Karlalið Íslands er í 7.sæti með 33 stig, 12 stigum fyrir ofan lið Luxemborgar og fimm stigum á eftir lið Litháens.
Lettland leiðir í karlakeppninni með 62 stig og lið Eistlands er í öðru sæti með 59 stig. Tvö efstu lið kvenna og karla vinna sér sæti í 1. deild að ári.
 
Seinni keppnisdagur stendur svo frá kl. 14:30-18:05 á morgun (11:30-15:05 að íslenskum tíma).
 
Heildarúrslit eru að finna á www.ec2008tallinn.org
 

FRÍ Author