Tveir titlar á NM 19 ára og yngri

Jóhann Björn Sigurbjörnsson hljóp vel 100 metrana, 10,74 sek., en meðvindur var of mikill til að árangurinn verði staðfestur. Hann var síðan í 3. sæti í 200m á 21,83 sek. í löglegum meðvindi. Kolbeinn Höður Gunnarsson varð annar í 400 m hlaupi á 48,45 sek. 8/100 frá fyrsta sæti.
 
Guðni Valur Guðnason var ekki fjarri sínum besta árangri, en hann varð 5. í kúluvarpi með 16,83 m.
 
Færri keppendur voru frá Íslandi að þessu sinni á þessu móti vegna annarra verkefna. Aníta Hinriksdóttir sem dæmi var fjarri þar sem hún keppti á EM í Zürich á sama tíma.
 
Úrslit mótsins má sjá hér á heimasíðu mótshaldara.

FRÍ Author