Tristan Freyr, Thelma Lind og Þórdís Eva keppa á HM í Póllandi í dag

Thelma Lind kastar í seinni kasthópi kringlukastsins í kvöld en alls taka 28 stúlkur þátt í kringlukastkeppninni. Til að komast örugglega áfram í úrslit þarf að kasta 51.50m eða vera með þeim 12 bestu og þarf Thelma því að bæta sig til að vera örugg inn. 
 
Þórdís Eva keppir í 400m hlaupi í kvöld, og hleypur í 3. riðli af 6. Þrjár fyrstu í hverjum riðli komast áfram í undanúrslit og einnig 6 bestu tímar. Þórdís er nýkomin af EM 16-17 ára í Georgíu þar sem hún náði þeim glæsilega árangri að tryggja sér 5. sæti í harðri keppni í Tbilisi. 

FRÍ Author