Tilslökun á takmörkunum

Samkvæmt nýja minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra þá er áformað að slaka á samkomutakmörkunum 13.janúar næstkomandi. Í þessu minnisblaði kemur fram að íþróttaæfingar barna og fullorðinna verði heimilar og hámarksfjöldi fullorðinna í hverju hólfi verður 50 manns. Um hámarksfjölda barna á íþróttaæfingum gilda sömu fjöldatakmarkanir og í skólastarfi.

Einnig er lagt til í minnisblaðinu að íþróttakeppnir verði heimilaðar án áhorfenda en hámarksfjöldi í hólfi hjá börnum og fullorðnum verður 50 manns.

Verið er að endurskoða mótaskrá FRÍ og stefnt er að birta hana í lok næstu viku en gera má ráð fyrir breytingu á uppröðun móta.

Ef þessar ákveðnu takmarkanir varðandi keppnir verði í reglugerðinni sem tekur í gildi 13.janúar þá hvetjum við félög að halda lítil innanfélagsmót með hámark 50 manns, en mikilvægt er þó að bíða eftir sniðmáti frá ÍSÍ. Það mun birtast undir COVID-19 flipanum ásamt því að verða sent út á öll félög.