Tiana Ósk á nýju Íslandsmeti í 100 metrum

Tiana Ósk Whitworth var rétt í þessu að bæta Íslandsmetið í 100 metra hlaupi kvenna. Tiana Ósk kom í mark á tímanum 11,57 sekúndum en hlaupið fór fram á sterku unglingamóti út í Þýskalandi. Gamla Íslandsmetið var 11,63 sekúndur sem Sunna Gestsdóttir setti árið 2004. Fyrir átti Tiana Ósk best 11,68 sekúndur sem var aldursflokkamet 18-19 ára og 20-22 ára.

Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp í sama hlaupi og kom hún í mark á 11,62 sekúndum sem er einnig bæting á gamla Íslandsmetinu. Fyrir átti hún best sama tíma og Tiana, 11,68 sekúndur. Meðvindurinn í hlaupinu var 1,1 m/s sem er undir löglegum mörkum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af hlaupinu

Tiana og Guðbjörg keppa aftur í úrslitunum sem fara fram klukkan 15:10 og gætu þær því bætt metið enn frekar. Beina útsendingu má sjá hér.