Þrjú met bætt í sveina- og drengjaflokkum

Á mótinu í Kaplakrika í gær sigraði Jón Ásgrímsson FH í spjótkasti með 67,63 metrum, en hann hefur ekki keppt vegna meiðsla síðan 2004, en besti árangur Jóns er 72,47 metrar frá árinu 1998. Þetta er besti árangur ársins í spjótkasti.
Óðinn Björn Þorsteinsson FH varpaði kúlunni 18,54 metra og Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir FH kastaði sleggjunni 48,80 metra sem er ársbesti árangur í þeirri grein.
Ragnheiður Anna Þórsdóttir FH kastaði kringlunni 42,38 metra, sem einnig er besti árangur ársins.
 
Sjá nánar úrslit í mótaforritinu hér á síðunni.
 

 

FRÍ Author