Þrír Íslendingar í Eisenhowermaraþoni

Þau sem þátt tóku voru: Haukur Þór Lúðvíksson sem tók þátt í heilu maraþoni og Sigríður Kristín Ingvarsdóttir og Steingerður Hreinsdóttir sem hlupu 10 km.
 
Sigríður hljóp vegalengdina á 1:18:24 og varð sjötta í sínum aldursflokki (89 í röðinni). Steingerður hljóp 10 km á 1:03:37 og varð áttunda í sínum aldursflokki (66 í röðinni). Haukur Þór Lúðvíksson gerði sér hinsvegar lítið fyrir og hljóp maraþon vegalendina á 3:19:15 og varð fyrstur í sínum aldursflokki og kom 16 í mark.
 
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Íslendingar taka þátt í þessu hlaupi. Hægt er að nálgast upplýsingar um úrslit maraþonshlaupsins hér og 10 km hlaupsins hér.  Íbúar í Abilene eru alls um 6.800 talsins.

FRÍ Author