Framundan er þriðji keppnisdagur í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikunum. Keppni hefst klukkan 16:00 að staðartíma. Ísland er tveimur tímum á eftir Svartfjallalandi. Hér má finna beina útsendingu frá keppninni. Hér verða svo úrslit sett inn jafnóðum.
Hafdís Sigurðardóttir meiddist í gær og tekur ekki þátt í þrístökki kvenna eins og til stóð. Einnig er Jóhann Björn Sigurbjörnsson að glíma við meiðsli og er óvíst með þátttöku hans í úrslitum 200 metrum og boðhlaupi.
Tímaseðill íslensku keppendanna
16:00 – Spjótkast karla
Dagbjartur Daði Jónsson
16:00 – Þrístökk kvenna
Irma Gunnarsdóttir
16:00 – 110 metra grindarhlaup karla
Ísak Óli Traustason
16:15 – 100 metra grindarhlaup kvenne
Fjóla Signý Hannesdóttir
María Rún Gunnlaugsdóttir
16:30 – 200 metra hlaup kvenna – úrslit
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir
Tiana Ósk Whitworth
16:40 – 200 metra hlaup karla – úrslit
Ívar Kristinn Jasonarson
16:50 – 10.000 metra hlaup kvenna
Elín Edda Sigurðardóttir
17:15 – Kringlukast kvenna
Kristín Karlsdóttir
17:25 – 10.000 metra hlaup karla
Arnar Pétursson
17:30– Þrístökk karla
Kristinn Torfason
18:30 – 4×100 metra boðhlaup kvenna
18:40 – 4×100 metra boðhlaup karla
18:55 – 4×400 metra boðhlaup karla
19:10 – 4×400 metra boðhlaup kvenna