Þorsteinn Ingvarsson og Hafdís með góðan árangur í langstökki á Laugum

Þorsteinn Ingvarsson HSÞ stökk 7,40 m sem er 6. besti árangur frá upphafi í karlaflokki. Hafdís Sigurðardóttir HSÞ stökk 5,72 m í kvennaflokki og hafa þau ekki byrjað utanhústímabilið betur.
 
Dalvíkingurinn efnilegi Stefanía Aradóttir frá UMSE tvíbætti Íslandsmetið í sleggjukasti í 15-16 ára flokki meyja þegar hún kastaði 41,87m og 41,95m. Stefanía keppti með 3 kg sleggju. Gamla metið átti Sandra Pétursdóttir ÍR (41,55m) En Sandra er sá sleggjukastari sem stendur fremst kvenna í þessari grein í dag. Stefanía er einungis á yngra ári í þessum flokki og hefur kastað betur heldur hún gerði um helgina þannig að það má búast við að hún bæti þetta met enn meira.
 
Einnig vakti athygli árangur Sigurbjargar Áróru Ásgeirsdóttur UMSE  13 ára en hún kastaði 3kg sleggjunni 31,48m á sínu fyrsta móti utanhús á þessu ári. Íslandsmet 13-14 ára stelpna er 37,90m. Sigurbjörg keppir fyrir UMSE og er frá Ólafsfirði
 
Annar efnilegur sleggjukastari frá UMSE er Eir Starradóttir 15 ára. Eir hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðið ár og var að keppa á móti þar ytra um helgina. Eir kastaði kvennasleggjunni (4kg) 36,82m sem er innan við metra frá Íslandsmetinu með þessari þyngd.
 
Með þessum árangri eru Stefanía og Eir búin að ná lágmörkum inn í afrekshóp FRÍ en Sigurbjörg Áróra náði lágmarki inn í úrvalshóp FRÍ þrátt fyrir að vera einungis 13 ára gömul.
 
Öll úrslit á mótinu er hægt að sjá hér á mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author