Þórey Edda stökk 4,20 metra í Doha og varð í 4.sæti

Þórey Edda Elísdóttir varð í 4. sæti á Super Grand Prix móti IAAF í Katar í kvöld, stökk 4,20 metra.
Silke Spiegelburg sigraði, stökk 4,50 metra, Yuliya Golubahikova varð í öðru sæti stökk 4,40 metra og Carolin Hingst varð í þriðja sæti, stökk 4,20 metra eins og Þórey Edda. Martina Strutz varð í fimmta sæti með 4,20 metra og Cathrine Larsåsen rak lestina með 4,00 metra. Þetta var fyrsta mót Þóreyjar á þessu ári.
 
Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum á mótinu m.a. kastaði Andreas Thorkildsen 87,59 metra í spjótkasti, David Oliver hljóp 110m grind á 12,95 sek., Allyson Felix hljóp 100m á 10,93 sek. og 400m á 49,83 sek og Blanka Vlasic stökk 2,03 metra í hástökki svo eitthvað sé nefnt.
 

FRÍ Author