Þórey Edda keppir líka í Regensburg á sunnudaginn 5

órey Edda Elísdóttir FH keppir í stangarstökkinu á hinu sterka frjálsíþróttamóti í Regensburg á sunnudaginn. Þetta er þriðja mót Þóreyjar á þessu ári, en hún er búin að stökk 4,20 metra í ár. Stangarstökkskeppin í Regensburg er sterk eins og aðrar greinar, en allar ellefu sem skráðar eru til leiks eiga frá 4,31m til 4,60 metra best. Þess má einnig geta að breska landsliðskonan Emma Ania, sem á íslenskan kærasta og bjó um tíma á Íslandi og keppti þá fyrir FH er einnig skráð í mótið, en hún á best 11,31 sek. í 100m hlaupi.

FRÍ Author