Þórey Edda hefur störf hjá FRÍ

Þórey Edda er landsmönnum vel kunn fyrir afrek sín í frjálsíþróttum. Hún á Norðurlandametið í stangarstökki. Hún hefur keppt á fimm heimsmeistaramótum og náði 6. sæti á mótinu í Edmonton 2001. Hún hefur einnig keppt á þrennum Ólympíuleikum og varð í 5. sæti á leikunum í Aþenu árið 2004.
 
Þórey Edda er með B.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá HÍ og er að ljúka mastersgráðu í umhverfisfræðum við HÍ. Þá hefur hún sinnt stangarstökksþjálfun frá 2008. Þórey Edda hefur átt sæti í Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ frá 2010 og ennfremur á hún sæti í stjórn íslenskra Ólympíufara.

FRÍ Author