Þórdís Eva hafnaði einnig í 6. sæti í flokki 13 ára stúlkna í 60 m grindahlaupi á tímanum 9,85 s. Sigurvegari var Signe Romer frá Greve Atletik á tímanum 9,39 s.
Hlín Heiðarsdóttir úr Fjölni hafnaði í 7. sæti í 800 m í flokki 14 ára stúlkna. Hljóp hún á 2:22,49 s en sigurvegarinn, Mia Helene Mörck, kom í mark á tímanum 2:17,04 s. Íslandsmetið í 14 ára flokki er 2:15,77 s og er í eigu Súsönnu Helgadóttur, móður Þórdísar Evu.
Fríða Björk Einarsdóttir, UFA, hafnaði í 9.sæti í kúluvarpi 15 ára stúlkna þegar hún kastaði 3 kg kúlunni 10,99 m. Sigurvegarinn, Amanda Malmehed, varpaði kúlunni 13,67 m sem er geysi góðu árangur. Þess má geta að lágmark á HM 17 ára og yngri er 13,50 m.
Thea Imani Sturludóttir, FH, nældi í 2. sæti í spjótkasti 17 ára stúlkna. Kastaði hún 600 gr spjótinu 41,73 m. Sigurvegarinn var Lena Mille sem kastaði 45,60 m.
Raguél Pinó, UFA, hafnaði í 5.sæti í 60 m grindahlaupi 12 ára pilta þegar hann kom í mark á tímanum 10,26 s. Sigurvegarinn, Pål Haugen Lillefosse, hljóp á 9,50 s.
Raguél hafnaði einnig í 6.sæti í 600 m hlaupi 12 ára pilta á tímanum 1:43,38 s. Sigurvegarinn, Jakob Zäll, kom í mark á tímanum 1:37,18 s.
Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR hafnaði í 6. sæti í spjótkasti 17 ára pilta þegar hann kastaði 700 gr spjótinu 52,21 m. Sigurvegarinn, Axel Ohlson, kastaði 62,03 m.
Myndina af Þórdísi Evu tók Gunnlaugur Júlíusson.