Þjófstört bönnuð í frjálsíþróttum

Þing Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF), sem nú stendur yfir í Berlín samþykkti með 97 atkv. gegn 55 að banna þjófstört í hlaupum, nema í fjölþrautum. Þar verður áfram leyft að þjófstarta, en nú bara einu sinni í hverju hlaupi.
 
Áhorfendur kannast vel við tafir sem hafa orðið á hlaupum vegna fjölmargra þjófstarta í sama hlaupi. Þar til nú, hefur eitt þjófstart verið heimilið í hverju hlaupi, en þeim keppanda sem bregður of fljótti við í næsta sinn var vikið úr keppni, óháð því hvort hann eða hún brást of fljótt við í fyrra tilfellinu. Bann við þjófstörtum hefur verið í gildi í háskólakeppnum í Bandaríkjunum í áratugi og hefur reynst vel þar, en þetta mál hefur verið til umræðu í mörg ár innan hreyfingarinnar.
 
Þá var samþykkt að fjölga konum í stjórn IAAF um tvær úr fjórum í sex, án þess að fjölgað yrði í stjórninni. Þessi ákvörðun tekur gildi við næstu kosningar, árið 2011.

FRÍ Author