Þjálfaranámskeið í haust

Samþykkt var á Frjálsíþróttaþingi 2010 að fræðslukerfi IAAF skyldi verða ramminn að fræðslukerfi frjálsíþróttahreyfingarinnar á Íslandi og hefur verið haldinn námskeið árlega síðan. Alls hefur á fjórða tug þjálfara útskrifast með réttindi á þessu stigi  hér á landi og hefur verið almenn ánægja með það.
 
Námskeiðskostnaður er kr. 30.000. Bent er á að Hægt er að sækja um styrk til félags, héraðssambands eða stéttarfélags fyrir námskeiðsgjöldum.
 
Hægt er að nálgast kynningarefni á heimasíðu IAAF um kennsluefni sambandsins. Einnig eru veittar námari upplýsingar á skrifstofu FRÍ  (fri@fri.is) eða síma 514-4040 sé þess óskað.

FRÍ Author