Kringlukastarinn Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR hafnaði í 21. sæti af 24 keppendum í undankeppninni í kringlukasti kvenna á Evrópumeistaramóti 20-22 ára í dag. Hún kastaði lengst 46,82 metra en hún á best 50,42 m.
Claudine Vita frá Þýskalandi kastaði lengst allra í undankeppninni, eða 59,87 metra.
Á morgun fer fram undankeppni í sleggjukasti kvenna þar sem Vigdís Jónsdóttir er á meðal keppenda, undanúrslit í 400 m grindahlaupi kvenna þar sem Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH er á meðal keppenda, úrslit í sleggjukasti karla þar sem Hilmar Örn Jónsson FH er á meðal keppenda og undanriðlar í 200 m hlaupi karla og er Kolbeinn Höður á meðal keppenda í þeirri grein.
ÁFRAM ÍSLAND!