Thelma Lind bætti 36 ára gamalt Íslandsmet

Thelma Lind Kristjánsdóttir bætti í kvöld 36 ára gamalt Íslandsmet í kringlukasti kvenna. Fyrra metið var 53,86 metrar og setti Guðrún Ingólfsdóttir það árið 1982. Thelma Lind sem er nýkrýndur Íslandsmeistari í kringlukasti kastaði 54,69 metra í frábæru veðri í Borgarnesi og setti þar með nýtt Íslandsmet. Áður hafði Thelma lengst kastað 52,80 metra og er þetta því bæting hjá henni persónulega um tæpa tvo metra.

Thelma mun á næstu dögum reyna að bæta þennan árangur og reyna við 56 metra lágmarkið á Evrópumeistaramótið í Berlín sem verður í ágúst.

Hér má sjá myndband af kastinu