Tæplega 400 á MÍ 11-14 ára

Keppendurnir eru skráðir til þátttöku í rétt innan við 1300 viðburðum (hlaup, stökk og köst) í um 40 greinum pilta og stúlkna í aldursflokkum 11, 12, 13 og 14 ára. Um og yfir 40 keppendur eru skráðir til leiks í nokkrar greinar, en flestir eru skráðir til leiks í langstökki 11 stúlkna eða 50 talsins.
 
Keppnis hefst kl. 10 báða dagana og lýkur á fjórða tímanum.
 
Hægt er fá nánari upplýsingar og úrlit á nýja Mótaforritinu Þór hér.
 
Mótið er í umjónsjón Fjölnis og mótsstjóri er Guðlaug Baldvinsdóttir. Yfirdómari er Gunnhildur Hinriksdóttir.

FRÍ Author