Sveinn J. Sveinsson keppir í 60. sinn í röð á sama móti

Sérstakt kringlukastmót verður haldið á Íþróttahátíð HSK á laugardag til heiðurs Sveini J. Sveinssyni frjálsíþróttamanni úr Umf. Selfoss. Mótið fer fram á Laugarvatni kl. 14:00. Sveinn nær þeim einstaka árangri í ár að hafa keppt á héraðsmótum HSK í frjálsíþróttum 60. sinnum í röð frá árinu 1949. Rétt er að geta þess að skráð verður í mótið á staðnum og eru félagar Sveins fyrr og nú hvattir til að mæta og samfagna þessum áfanga með honum og taka þátt í skemmtilegri keppni.
Sveinn var 16 ára gamall þegar hann keppti fyrst á héraðsmóti HSK, en hann er fæddur árið 1933.
 
Líklega er þetta Íslandsmet í samfelldri þátttöku einstaklings í sama móti, eða hefur einhver gert betur?
 
Nánari upplýsingar um Íþróttahátíð HSK eru að finna hér á síðunni undir mótaskrá.

FRÍ Author