Sveinn Elías í 5. sæti eftir fyrri dag á HM unglinga

Sveinn Elías Elíasson er í 5. sæti eftir fyrri dag í tugþrautinni á HM unglinga 19 ára og yngri.
Sveinn stökk 1,87 metra í hástökki og varð í 14.-15. sæti í þeirri grein, en hann á best 1,95m.
Sveinn hljóp síðan 400m á 48,18 sek. og sigraði örugglega á sínum næstbesta tíma, en hann á
best 48,03s frá sl. ári. Sveinn datt niður í 9. sæti eftir hástökkið, en lyfti sér svo upp um fjögur
sæti með þessum góða árangri í 400m hlaupinu, en fyrir það fékk hann 900 stig.
Sveinn hefur því sigrað tvær greinar af fimm á fyrri degi.
Staðan eftir fyrri dag:
1. Eduvard Mihan, BLR, 4155 stig.
2. Mihail Dudas, SRB, 4084 stig.
3. Jan Kobel, GER, 4021 stig.
4. Jacek Nabozny, 3929 stig.
5. Sveinn Elías, 3925 stig.
 
Keppnin heldur svo áfram í fyrramálið með 110m grindahlaupi.
Sjá nánar: www.iaaf.org
 

FRÍ Author