Sveinbjörg styrkir stöðu sína í sjöþrautinni

Sveinbjörg Zophaníasdóttir er enn að styrkja stöðu sína í sjöþrautarkeppni á HM ungmenna í Bressanone í Suður-Týról. Eftir þrjár greinar er hún í 11. sæti og færðist upp um eitt sæti. Nú er keppinautur hennar frá NM í Kópavogi, Mirva Vainionpää komin í 12. sæti. Sveinbjörg er samtals með 2.241 stig eftir fyrstu þrjár greinarnar.
 
Árangur Sveinbjargar í kúluvarpinu var 11,40 m sem er reyndar nokkuð frá hennar besta, en 6. besti árangur kúluvarpsins.
 
Næsta grein sjöþrautarinnar er 200 m hlaup sem fram fer um fjögurleytið að íslenskum tíma, sem er jafnframt lokagrein fyrri dags.
 
Á morgun er keppt í langstökki, spjótkasti og 800 m hlaupi.

FRÍ Author