Sveinbjörg sigraði á fjölþrautamóti í Finnlandi

Árangur Sveinbjargar í einstökum greinum var eftirfarandi:
 
60 m grind: 9,09 s
Hástökk: 1,69 m
Kúluvarp: 12,33 m
Langstökk: 5,85 m
800 m hlaup: 2:28,90 s
 
Sigurvegari í kvennaflokki var finnska stúlkan Mia Kruppa með samtals 4.129 stig og önnur var Ida Markussen, ólympíufari frá Noregi, með samtals 4.078 stig.  Árangur Sveinbjargar hefði dugað í 3.sæti í kvennaflokki en alls tóku 6 konur þátt í mótinu.  
 
Sveinbjörg hefur nú lokið innanhússtímabili sínu og hefst nú undirbúningur að nýju hjá henni fyrir komandi utanhússtímabil sem hefst í maí.  Sveinbjörg hefur þegar náð lágmarki á Evrópumeistaramót 22 ára og yngri sem fram fer í Turku í Finnlandi í júlí í sumar.  Það verður spennandi að fylgjast með Sveinbjörgu í sumar.

FRÍ Author