Sveinbjörg og Kári Steinn í heimsókn í Grundarfjörð

Í tilkynningunni segir ennig að fyrir hádegi hafi þau Kári Steinn og Sveinbjörg hitt yngri og eldri nemendur í Grunnskóla Grundarfjarðar og ræddu við þau um íþróttir, holla hreyfingu, mataræði og fleira.
 
Þau sögðu að það væri mjög gott fyrir krakka á grunnskólaaldri að æfa fleiri íþróttagreinar en eina og að frjálsarnar væru kjörin íþrótt fyrir þá sem vilja t.d. verða góðir í fótbolta, blaki eða öðrum greinum. Kári Steinn æfði áður fótbolta og körfubolta, með frjálsum, en sneri sér síðar eingöngu að hlaupunum.
 
Nánari um heimsóknina á heimasíðu UMFG.

FRÍ Author