Sveinbjörg Norðurlandameistari 22 ára og yngri í þraut

 
Sveinbjörg Zophoníasdóttir varð Norðurlandameistari í flokknum 22 ára og yngri með 5212 stig. Hún var aðeins frá sínu besta en hún er búin að ná lágmarki inná EM 22 ára og yngri í þraut og langstökki. Þetta er því góð æfing fyrir hana. Frábær árangur.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir náði lágmarkinu inná EM 19 ára og yngri með því að ná 5190 stigum en lágmarkið var 5100 stig. Hún endaði með þennan árangur í 3.sæti í flokknum undir 20 ára. Innilega til hamingju Arna mín.
María Rún Gunnlaugsdóttir var ekki með gilt stökk í langstökki og náði því ekki að klára þrautina. Hún kastaði reyndar spjótinu um 39,02m sem er flottur árangur en sleppti síðan 800m enda þrautin búin fyrir henni.
Ásgerður Jana Ágústsdóttir var að keppast við að ná lágmörkum inná HM 17 ára og yngri, hún var AÐEINS 3 stigum frá því að ná inná mótið. Hún endaði með 4647 stig en lágmarkið inná mótið er 4650 stig. Hún er reyndar komin inná mótið í kúluvarpi en hefur ennþá tækifæri til að ná líka þrautinni og sýndi hún að hún getur það alveg. Hún endaði í 6.sæti í flokknum undir 18 ára.
 
Ingi Rúnar Kristinsson náði ekki að klára góða þraut. Gömul meiðsli komu upp í hástökkinu í gær og varð hann því að stökkva uppá öfugum fæti. Hann náði því ekki sínum besta árangri þar og erfitt að fylgja eftir þrautinni eftir slíka grein. Hann endaði í 4.sæti í flokknum 22 ára og yngri. með 6780 stig. Hann er að berjast við að ná lágmörkum inná EM 22 ára og yngri, lágmarkið þar er 7200 stig. Hann á best 7081 stig síðan í fyrra.
Hermann Þór Haraldsson varð í 5.sæti í sama flokk og Ingi Rúnar með 5933 stig.
Krister Blær Jónsson endaði í 7.sæti í flokknum 19 ára og yngri með 5964stig.
Sigurjon Holm endaði í 8.sæti í flokknum 17 ára og yngri með 4766 stig.
 

FRÍ Author