Sveinbjörg mætt til Bressanone á HM ungmenna

Nú í vikunni fer fram Heimsmeistaramót 17 ára og yngri í Bressanone, Ítalíu. Við Íslendingar höfum einn keppanda þar en hún Sveinbjörg Zophoníusdóttir USÚ fædd 1992, náði lágmörkum í sjöþrautinni og stóð hún sig einstaklega vel á NM í þraut sem haldið var í Kópavogi 13. og 14. Júní s.l
 
Sveinbjörg fór að utan ásamt þjálfara sínum sem vill svo skemmtilega til að vera einnig hennar móðir, en það er fyrrverandi landsliðsmanneskjan og Íslandsmethafinn Guðrún Ingólfsdóttir.
 
Sveinbjörg byrjar að keppa á föstudag kl 9:30 að staðartíma eða 7:30 okkar tíma og er fyrsta greinin 100. grindarhlaup en keppni hjá henni líkur á laugardeginum. Birtar verða fréttir af framgangi hennar á mótinu á vef FRÍ.
 
Íslendingar eiga einnig annan keppanda á þessu móti en það er hin hálf-íslenska Chelsey Kristína B. Sveinsson,en hún keppir að vísu fyrir hönd Bandaríkjanna í 1.500 m hlaupi, þar sem hún sigraði á úrtökumótinu fyrir þetta mót.

FRÍ Author