Sveinbjörg færist upp um sæti eftir langstökkið

Sveinbjörg Zophaníasdóttir er með 3.665 stig eftir fimm greinar og er aðeins 95 stigum frá sínum besta árangri í sjöþraut á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum sem haldið var í Kópavogi í síðasta mánuði. Sveinbjörg færðist upp 12. sæti eftir langstökkið.
 
Sveinbjörg stökk 5,48 m í langstökki sem gáfu henni 732 stig. Breska stúlkan Katarina Thompson er enn sem fyrr með yfirburði í þrautinni, 4.380 stig eða 199 stigum meira en Kira Biesenbach sem er í öðru sæti.
 
Spjótkastið hefst á hádegi að íslenskum tíma og sjöþrautinni lýkur síðan með 800 m hlaupi sem hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma.

FRÍ Author