Umsóknarfrestur um sumarstarf á skrifstofu FRÍ rennur út á miðnætti á morgun sunnudaginn 23 apríl og því enn möguleiki að sækja um spennandi og krefjandi starf.
Hér er texti úr auglýsingunni sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu:
Verkefnastjóri hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands, sumarstarf
Frjálsíþróttasamband Íslands óskar eftir að ráða sjálfstæðan og drífandi verkefnastjóra á skrifstofu FRÍ í sumar. Leitað er að háskólanema eða einstaklingi með reynslu á sviði íþróttamála eða kennslustarfa, 20 ára og eldri.
Hvað þarft þú að hafa til að bera?
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Áhuga og getu til að bæta ímynd FRÍ á samfélagsmiðlum
- Færni til að skrifa skemmtilegar fréttir og færslur um frjálsar
- Getu til að stýra verkefnum á eigin spýtur
Hvað bjóðum við uppá?
- Áhugavert og lifandi starf í íþróttahreyfingunni
- Möguleikann á því að bæta frjálsíþróttahreyfinguna og samfélagið um leið
- Möguleika á hlutastarfi (t.d. með skóla) til framtíðar
- Gott tækifæri til að læra og bæta sig í fjölbreyttu og krefjandi starfi
Verkefnastjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra og stjórn FRÍ auk þess að vera í sambandi við aðildarfélög sambandsins um land allt.
Upphaf starfs er í maí, skv. nánara samkomulagi og starfslok að hausti skv. samkomulagi, en einnig er möguleiki á hlutastarfi, t.d. með skóla. Áhugasamir sendi umsóknir og fyrirspurnir á netfangið sumarstarf@fri.is í síðasta lagi sunnudaginn 23. apríl.