Evrópumeistaramót unglinga 20-22 ára fer fram í Bydgoszcz, Póllandi, dagana 13.-16. júlí nk.
Ísland sendir sína fjölmennustu sveit frá upphafi til leiks í ár eða 9 keppendur.
Lið Íslands:
- Kolbeinn Höður Gunnarsson FH: 100m, 200m
- Guðni Valur Guðnason ÍR: Kringlukast
- Hilmar Örn Jónsson FH: Sleggjukast
- Dagbjartur Jónsson ÍR Spjótkast
- Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðablik: Spjótkast
- Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH: 400m grind
- Aníta Hinriksdóttir ÍR: 800m, 1500m
- Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR: Kringlukast
- Vigdís Jónsdóttir FH: Sleggjukast
Íslensku keppendurnir halda til Póllands á morgun og mun sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson FH vera fyrstur Íslendinganna til að hefja keppni en hann mun keppa á fimmtudaginn kl. 8:05 á íslenskum tíma.
Hér má sjá heimasíðu mótsins.
Hér má sjá tímaseðil mótsins.
Við óskum íslensku keppendunum góðs gengis!
ÁFRAM ÍSLAND!!