Styrkir til millivegalengda- og langhlaupara

Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru:
            √ Fullt nafn
            √ Kennitala
            √ Heimilisfang
            √ Sími og netfang
 
Einnig þarf að koma fram:
Greinargóð lýsing á því hvernig styrknum yrði varið, drög að kostnaðaráætlun, þróun árangurs árið 2008 og 2009 og bestu tímar í helstu keppnisgreinum viðkomandi.
 
Umsóknum skal skila á rafrænu formi fyrir miðnætti mánudaginn 2. nóvember 2009 til Gunnars Páls Jóakimssonar á netfangið gpj@ismennt.is
Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til umsagnar.
 
Styrkirnir verða afhentir við sama tækifæri og verðlaunaafhending fyrir Framfarahlaupin fer fram sem verður upp úr miðjum nóvember.
 

FRÍ Author