Stórmótahópur árangursviðmið 2020-2021

Stórmótahópur árangursviðmið 2020-2021

Hér er að finna upplýsingar um þær viðmiðunarreglur sem gilda varðandi val á íþróttamönnum fæddum 1999-2005 í Stórmótahóp FRÍ. Einnig er að finna upplýsingar um þau mót erlendis sem fyrirhuguð eru á árinu 2021 en nánari upplýsingar um hvert og eitt þeirra er að finna hér.

Meðal þeirra móta sem fram undan eru á árinu 2021 eru eftirfarandi stórmót:

 • Evrópumeistaramót U23
  8.-11. júlí í Bergen, Noregi
 • Evrópumeistaramót U20
  15.-18. júlí í Talinn, Eistlandi
 • Heimsmeistaramót U20
  17.-22. ágúst í Nairobi, Kenýa
 • Evrópumeistaramót U18
  26.-29. ágúst í Rieti, Ítalíu

Íþróttamenn sem eru fæddir á árunum 1999-2005 og ná þeim lágmörkum sem gilda á hverju móti fyrir sig eru teknir inn í hópinn jafnóðum yfir tímabilið fram til 30. september 2021.

Tvær leiðir eru fyrir íþróttamenn til að tryggja sér sæti í Stórmótahóp FRÍ. Tekið skal fram að þessi viðmið verða endurskoðuð 30. september 2021: *

 1. Í ljósi þess þess ástands sem ríkti á árinu 2020 og þeirrar óvissu sem fram undan er halda þeir íþróttamenn (fæddir 1999 og síðar) sæti sínu sem voru í stórmótahópnum á síðasta tímabili (2019-2020).
 2. Lágmarki náð á stórmót: Íþróttamenn sem ná lágmarki á stórmót (EM eða HM ungmenna), á því tímabili sem viðmið í Stórmótahóp gilda hverju sinni, fá sæti í hópnum þar til að viðmiðin eru endurskoðuð, þ.e. 30. september 2021.

*ATH! Unglinganefnd áskilur sér rétt til að taka ekki íþróttamann í Stórmótahóp sem hefur sýnt af sér óíþróttamannslega hegðun, ekki fylgt fyrirmælum þjálfara og fararstjóra í keppnisferðalögum á vegum FRÍ eða sýnt almennt áhugaleysi á íþróttinni og slaka ástundun (þetta er metið í samvinnu við Afreksstjóra FRÍ, þjálfara og viðkomandi íþróttafélag).