Stórmót ÍR og Reykjavík International um sl. helgi

Um helgina fóru fram tvö stórmót í frjálsíþróttum eins og allir frjálsíþróttaunnendur vita.
Á laugardag og sunnudag fór Stórmót ÍR fram í Laugardalshöllinni og var metþátttaka á mótinu,
en alls tóku 673 keppendur frá 25 félögum og samböndum þátt í mótinu, auk fimm keppenda frá
Færeyjum. Þetta er fjölmennasta innanhússmót í frjálsíþróttum sem fram hefur farið á Íslandi
frá upphafi. Mótið tóks vel, en það var frjálsíþróttadeild ÍR sem stóð fyrir mótinu.
Á mótinu bætti Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni met í tveimur aldursflokkum í kúluvarpi þegar
hún varpaði 13.07 metra. Hún bætti eigið stúlknamet (17-18 ára) um 14 sm og í ungkvennaflokki 19-20 ára um 2 sm.
Þá bætti Bjarki Gíslason drengjamet (17-18 ára) í stangarstökki um 9 sm, þegar hann stökk yfir 4.40 metra og jafnaði um leið unglingametið (19-20 ára).
 
Heildarúrslit frá Stórmóti ÍR eru að finna í mótaforriti FRÍ hér á síðunni.
 
Á sunnudaginn fór svo fram alþjóðlegt boðsmót, Reykjavík International sem FRÍ og FrjálsíÞróttaráð
Reykjavíkur stóðu sameiginlega að eins og undanfarin tvö ár. SPRON var aðalstyrktaraðili
mótins og er SPRON hér með færðar þakkir fyrir myndarlegan stuðning við mótið.
 
Mótið tóks vel í alla staði og náðist góður árangur í mörgum greinum. Tíu erlendir keppendur tóku
þátt í mótinu, ásamt öllum besta frjálsíþróttafólki landsins.
 
Tvö aldursflokkamet féllu á mótinu, en Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni bætti stúlknametið
í 60m grindahlaupi um 2/100 úr sek., en hún sigraði í hlaupinu á 8.90 sek. Þá bætti Aníta Hinriksdóttir eigið stelpnamet í 800m hlaupi um tæplega 5 sek., en hún sigraði í 800m hlaupi 14 ára og yngri á 2:27,75 mín, en Aníta verður 12 ára á þessu ári.
 
Sigurvegarar og helstu árangar á Reykjavík International 2008:
* 60m hlaup karla: Henrik Johnsen Noregi sigraði á 6.93 sek.
Óli Tómas Freysson FH varð í 4.sæti og fyrstur íslensku keppedanna á persónulegu meti, 7.03 sek.
* 60m hlaup kvenna: Folake Sekinat Akinyemi Noregi sigraði á 7.57 sek.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni varð í 4.sæti og fyrst íslensku keppedanna á 7.89 sek.
* 200m hlaup karla: Sveinn Elías Elíasson Fjölni sigraði á 22.02 sek. Sveinn var 22/100 úr sek.
frá Íslandsmeti sínu, en það er 21.80 sek. frá sl. ári.
* 200m hlaup kvenna: Folake Sekinat Akinyemi Noregi sigraði á 24.66 sek.
Silja Úlfarsdóttir FH varð í 2.sæti á 24.95 sek.
* 400m hlaup kvenna: Herdís Helga Arnalds sigraði á persónulegu meti, 58.32 sek.
* 400m hlaup karla: Tormod Hjortnæs Larsen Noregi sigraði á 48.74 sek.
Brynjar Gunnarsson ÍR varð í 2.sæti á 51.42 sek.
* 800m hlaup karla: Bjartmar Örnuson UFA sigraði á 1:59,40 mín.
* 800m hlaup pilta: Rúni Seloy frá Færeyjum sigraði á 2:10,56 mín.
Kristján Flóki Finnbogason FH varð í 2.sæti á 2.19,21 mín.
* Míluhlaup kvenna: Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni sigraði á 5:03,41 mín.
* Míluhlaup karla: Björn Margeirsson sigraði á 4:13,28 mín, sem er aðeins 41/100 úr sek. frá Íslandsmetinu í þeirri grein.
* Langstökk karla: Þorsteinn Ingvarsson HSÞ sigraði, stökk 7.17 metra.
* Langstökk kvenna: Oda Utsi Onstad Noregi sigraði, stökk 5.97 metra.
Hafdís Sigurðardóttir HSÞ varð í 2.sæti, stökk 5.91 metra og Jóhanna Ingadóttir ÍR varð í 3.sæti,
stökk 5.84 metra. Bæði Hafdís og Jóhanna bættu sinn besta árangur í langstökki.
* Hástökk kvenna: Guðrún María Pétursdóttir Breiðablik sigraði, stökk 1.70 metra.
* Kúluvarp karla: Óðinn Björn Þorsteinsson FH sigraði, varpaði 18.35 metra.
 
Þau Folake Akinyemi Noregi og Óðinn Björn Þorsteinsson FH fengu viðurkenningu fyrir besta afrek
mótins í kvenna og karlaflokki á mótinu, Folake fyrir 7.57 sek. í 60m hlaupi og Óðinn Björn fyrir
18.35 metra í kúluvarpi.
 
Heildarúrslit mótins eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.

FRÍ Author